Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Samba, enskur vals og omarsdans

Framhald frá því í gær. Held að þetta virki

 

 

 

kveðja Hrönn og Ásthildur

P.s við vorum að passa afa í gær og nótt, Ásthildur svaf með snjóber í sessólóninum og ég svaf með snúllu í rúminu - ásthildi fannst þetta mjög fyndið - ég reyndi nokkrum sinnum að reka snúllu fram en hún kom altaf aftur.

kv HB


DANS, Dans Dans

Það var mjög stolt móðir sem fór í gær og horfði á dans, Hvort sem það var Karl gekk út um morguntíma......,

 

Tæknin er eitthvað að stríða okkur, sýnishorn af hinum dönsunum koma seinna. (vonandi fáið þið ekki hálsríg en mamman var með myndavélina á hlið og það er ekki hægt að snúa myndböndum eins og myndum (allavegna kann ég það ekki)

kv. HRönn og Ásthildur

 

 


Ég tel bara 3 mislæg gatnamót á kortinu

Sælar

 

 458576A

 

 

Þetta er nú bara jákvætt mál. 

Dröfn var eitthvað rætt um þetta á fundinum í gær???

Ætli við þurfum ennþá að fara yfir vesturlandsveginn til að fara upp á Bakka eða verður gerður nýr vegur frá Arnarholti. Hvar ætli 4 vegamótin verði.

kv. HRönn


mbl.is Fern mislæg gatnamót á þjóðveginum um Kjalarnes
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Herra og ungfrúr

Svona er ástandið hjá okkur þessa dagana. Sú stutta er afskaplega stjórnsöm og fær hún því að þessu sinni titilinn ungfrú stjórnsöm (Miss bossy). Hún vann sér inn þann titil meðal annars fyrir það að stjórna glósugerð móðurinnar með frábærum hætti. Þegar ég las yfir eina af þessum mörgum fræðigreinum fékk hún hvert blaðið af fætur öðru og bætti við bleikum strikum. Í stuttu máli sagt þá er hún orðin afskaplega lagin við að þekja texta á heilli blaðsíðu. Hún stjórnar líka hvernig fólk klæðir sig. Sýnir því hvaða föt á að fara í og velur skóna og stýrir fólki í gegnum þessa daglegu athöfn. Stjórnsemi er góður eiginleiki sérstaklega hjá þeim sem geta sett sér mörk.

Sonurinn er Herra Skoppi þessa dagana. Sú nafngift var auðfundin þar sem hann fékk sippuband í sumargjöf frá íþróttabandalagi Reykjavíkur. Hann nýtir þá gjöf mjög vel. Ef hann er ekki að sippa skoppar hann bolta í gríð og erg en hann er mjög ánægður með körfuboltann sem hann fékk í afmæligjöf og svo eru fótboltaæfingar reglulega. Á sunnudag er ferðinni heitið upp á Akranes til að keppa við Skagamenn. Þetta er önnur ferðin þangað en í fyrri ferð kepptu þeir við B og C lið Skagamanna en nú á að æfa sig á móti A liðinu. Það er mikill spenningur í hverfinu en UMFK hefur ekki enn tapað leik.

Síðasta herramanninum sem verður úthlutað í dag er Herra Sæll.. við breytum því í Ungfrú Sæl þar sem þessi karakter passar best við fyrirvinnuna á heimilinu, þessa stundina. Sú nafngift er komin af mörgum ástæðum enda svo margt til að vera sæl yfir. Farfuglarnir mættir og gleðja með söng, börnin mín svo yndisleg, stillt og dugleg og svo kláraði ég ritgerð í gær og er bara sæl með að hafa klárað hana. Þá eru eftir tvö verkefni en ég er byrjuð að vinna í þeim báðum.

Þetta er það helsta að frétta af Kjalarnesinu í dag.

Gleðilegt sumar.

kveðja Bára


Meira um uppsagnir

Anna Stefáns gleymdi nú alveg að segja í kastljósi að þetta snúist mest um peninga........ langar vinnulotur þekkjast nú á mörgum deildum spítalans og eru vegna manneklu, þó að bara lítill hluti þeirra hjúkrunarfræðinga sem hafa sagt upp störfum ganga út- eykst álagið á hinar og viti menn - langar vinnulotur halda áfram að vera til staðar - er ekki betra að vera með ánægt fólk í starfi og halda þeim í vinnu - heldur en að beita svona vinnubrögðum

kv. Hrönn

 


mbl.is Vissu af vaktabreytingum í janúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjarabarátta hjúkrunarfræðinga

Alveg týpísk stjórnvöld, varpa ábyrgð á starfsfólk í stað þess að bera sjálfir ábyrgð á ástandinu. Eins og heilbrigðisráðherra í fyrradag, væntir þess að starfsfólk á skurðstofu og svæfingadeildum stofni ekki sjúklingum í hættu. Bíddu er ástandið ekki á vegum stjórnenda eru það ekki þeir sem eru að stofna sjúklingum í hættu!!! Hjúkrunarfræðingum var sagt upp störfum og þeir vilja ekki ráða sig aftur á þeim forsendum sem fyrir liggja og má fólk ekki lengur segja upp störfum ef það er óánægt, ekki myndi Guðlaugur Þór segja já og amen ef hans starf yrði breitt til hins verra. Hvað ætlar heilbrigðisráðherra að leggja upp með í kjarasamningi íslenskra hjúkrunarfræðinga sem rennur út eftir nokkra daga

kv. Hrönn


mbl.is Varað við hættu vegna verkfalla í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ungfrú Bára

busyscatterbrainmuddle

 

Reyndar gengur mjög vel í ritgerðavinnu en þessir karakterar lýsa samt vel þessari viku hjá mér.

Vonandi verð ég

fun

í vikulok.....

Bestu kveðjur

Bára

 


Adrian Ari - 8 ára

Innilega til hamingju með afmælið Addi.

darthvader

Vonandi verður veislan þín skemmtileg.

r2d2

Ég og Guðni Kristinn verðum að kíkja á þig seinna því við komumst ekki í dag.

Bestu kveðjur Bára


Ætti ég að vera húsvörður?

Sælar systur

Af mér og Geira er allt gott að frétta. Frekar mikið að gera í skólanum enda eru aðeins 2 vikur í lokapróf. Prófin leggjast samt bara mjög vel í okkur bæði. Ég verð búin 7. maí en Geiri líklegast 16. maí.

Annars tók ég um daginn STRONG-próf, sem er áhugasviðskönnun. Störfin sem komu upp voru frekar skondinn og áttu ekki beint við mig, t.d. kom yfirmaður hjúkrunardeildar, líftryggingasali, innkaupastjóri og húsvörður LoL. En ég ætla nú ekki í nein af þessum störfum.

Það sem kom sterkast út úr könnuninni var félagslegi parturinn (social). Og með það í huga ákvað ég hvað ég vil gera eftir stúdentinn (ég útskrifast jól 2009). Ég ætla í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf. Ég stefni að því að byrja í HÍ haustið 2010 og þangað til verð ég bara að vinna, vonandi vinnu sem tengist félagsráðgjöf.

Geiri útskrifast líklega vor eða jól 2010. Hann ætlar síðan í LHÍ á leiklistardeild.

En þetta er það helsta sem er að frétta af okkur "gömlu" hjónunum Joyful.

- Gróa Rán


Breytast prinsessur í froska?

Hvað ætli breytist fyrst ef slíkt gerðist? Froskakvak?

Stökkkraftur? Eða grænn litur?

GRaenhrafnhildur

Næsta síða »

Höfundur

Bakkasystur
Bakkasystur
Systurnar sex og fylgilið....
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband