Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
27.5.2008 | 11:21
Myndir
Sælar systur og fleiri. Ég vildi bara segja TAKK kærlega fyrir hjálpina við veisluna. Þetta var alveg frábær dagur. Ég set inn í leiðinni nokkrar vel valdar myndir. Ég vil líka þakka fyrir gjöfina hún var rosalega flott. Kv. Halla
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.5.2008 | 12:59
Sumarið er líka komið hjá mér..
Sælar systur og aðrir sem lesa
Þá er komin tími á bloggfærslu frá Írabakkanum. Maí mánuður hefur verið erilsamur þrátt fyrir að ég fór ekki í próf (Gunnar fór í 2). Ég er búin að sitja námskeið sem nefnist er hjúkrun launuð vinna eða hugsjónastarf - að semja um kaup og kjör og er þetta alveg ótrúlega skemmtilegt námskeið og kemur maður heim og allt enn á fullu í kollinum á manni. Námskeiðið fjallar um hvað fagstétt er, hvernig viðhorf stétt hefur og hvernig hjúkrunarfræðingar líta á sjálfan sig og hvernig aðrir/aðrar stéttir líta á hjúkrunarfræðinga. Maður er í endalausri naflaskoðun - mjög þarft. Síðan er búið að vera nóg að gera í öðrum félagsmálum, ég er trúnaðarmaður og hefur verið svolítið um fundi þar vegna lausra kjarasamninga og er núna mikill spenningur þar sem eitthvað er að þokast í kjarasamningum. Síðan var ég í síðustu viku á aðalfundi fagdeildar gjörgæslu hjúkrunarfræðinga og ákvað að vera amk eitt ár í viðbót gjaldkeri, enda nóg um að vera og spennandi ár framundan með ráðstefnu sem við erum að skipuleggja í haust. Í gær var ég svo á löngum aðalfundi hjá félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga þar sem m.a. öll lög félagsins voru endurskoðuð og samþykkt. Svolítill strembinn fundur sem byrjaði klukkan 8 og var búin klukkan 18:15, á tímabili vorum við komin einum og hálfum tíma á eftir áætlun en þetta hafist allt og enduðum við á 10 mín eftir áætlun. Hjúkrunarfræðingar kunna að vinna hratt!!!! Á fundinum var kjörinn einn heiðursfélagi og er það kona sem er 72 ára geðhjúkrunarfræðingur og er enn starfandi. Hún er sérhæfð í geðhjúkrun barna með ofvirkni og einhverfu og hún lauk sínu mastersprófi 67 ára gömul - það er sem sagt aldrei of seint að byrja að læra. Ég held að félagsmálin séu að komast í sumarfrí - bara eftir einn fagdeildarfundur og svo eitthvað í tengslum við kjarasamninga.
Ég hélt líka einn saumaklúbb í vikunni og var það mjög gaman - bakaði franska súkkulaði köku og er núna búin að finna uppskrift til að nota 4 eggjarauður þegar maður bakar marengsinn!!!
Ásthildur er að klára skólann sinn og flýgur áfram - í vikunni fór hún í sveitaferð og er svo fullt prógram næstu viku, stærðfræðipróf og ferð í fjsk og húsdýragarðinn. Hún stækkar bara og stækkar og er altaf að þroskast. Nú er aðalmálið að hafa mp3 spilara eða ipod og er hún mikið að pæla í tónlist - sennilega kemur það nú meira úr föðurhúsum en frá móður. Hún á eina viku eftir á sundæfingum og er hún í þvílíkri framför enda er synt um 400-500 metra á hverri æfingu (sem mörgum fullorðnum finnst bara mjög gott). 2 júní er síðasti skóladagurinn hjá henni og svo er vitnisburðardagur 5 júní. Hún fer svo á námskeið 9 júní sem nefnist fjörkálfar í fótbolta og frjálsum en hana langar svo að læra fótbolta.
En ætli ég hafi þetta nokkuð lengra í bili og ég bið bara að heilsa öllum
kv. HRönn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.5.2008 | 14:22
Sumarið komið =)
jæja þá er ég komin í sumarfrí =) Fékk einkunnir í gær. Féll í efnafræðinni en náði öllu öðru. Lægsta var 3 og hæsta var 10. Svo er ég byrjuð að vinna í Fjölskyldu og Húsdýragarðinum. Rosalega gaman. Rigningardagarnir einkennast af fáránlegum leikjum eða keppnum milli starfsmanna. Síðan þegar sólin skín getur verið alveg brjálað að gera. Annars var ég núna að byrja frívikuna mína og ætla ég að vera dugleg heima að mjólka og hjálpa til.
Hef svo sem ekkert meira að segja.
- Viktoría
p.s. ég blogga líka stundum á hina síðuna mína. viktoriabirgis.blogcentral.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.5.2008 | 20:08
Náði öllu =D
Sælar systur og fleiri sem lesa.
Af mér er allt gott að frétta. Ég er búin að vera að vinna á fullu og líkar rosalega vel. Þetta er mjög fín vinna og hentar mér bara mjög vel.
Í dag fór ég svo og sótti einkunnirnar mínar og ég náði öllu . Ég var í 8 fögum og lægsta einkunnin var 7 og hæsta 9 . Ég er rosalega ánægð. Núna er ég búin með 78 einingar sem þýðir að ég get útskrifað á þremur og hálfu ári eins og mig langar. Þannig að ég er bara mjög glöð með þetta.
Geiri fær sínar einkunnir á miðvikudaginn eins og Viktoría. Honum fannst sér bara ganga vel og ég hef fulla trú á því að hann nái öllu. En það kemur bara í ljós.
Ég vil líka óska Höllu og Danna til hamingju með að hafa náð öllu .
En ég ætlaði nú bara að skella inn stuttu bloggi, skrifa kannski lengra blogg seinna.
Kv. Gróa Rán
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
14.5.2008 | 19:22
Afmæli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.5.2008 | 19:26
Sumarfrí!!!
Sælar systur!
Nú eru 5 próf að baki sem mér gekk ágætlega í (er samt ekki alveg viss hvort ég náði spænsku en það kemur bara í ljós) og ég er loksins komin í sumarfrí . Reyndar mjög stutt þar sem að ég byrjaði í nýju vinnunni strax í morgun . En mér líst rosalega vel á þessa vinnu og mér var mikið hrósað af yfirmanni mínum í dag, svo ég er bara mjög spennt fyrir sumrinu .
Geiri fer hins vegar ekki í sumarfrí fyrr en 16. maí en þá er síðasta prófið hans.
En eins og flestir vita þá er ég byrjuð í alls herjar heilsuátaki, tel matinn ofan í mig daglega og er í lágmark 2 mánaða nammi- gos- snakk og poppbindindi. Það gengur mjög vel enda er ég búin að missa 2,3 kg fyrstu tvær vikurnar .
En í sambandi við könnunina. Ég hélt að Halla væri ólétt af strák en um daginn dreymdi mig að hún hefði átt stelpu. Þá var ég heima og mamma hélt á svona u.þ.b. 1 árs stelpu sem Halla og Danni áttu. Mamma var að fara að svæfa hana og hún kallaði hana bara litlu þar það var ekki búið að skíra hana. Spurning hvort ég sé berdreymin eða hvað?
En ég ætla nú ekki að hafa þetta mikið lengra, fannst bara kominn tími til á blogg frá mér.
Kv. Gróa Rán
PS: Hrönn, ert þú að vinna um helgina? Ég verð nefnilega alein heima alla helgina og var að spá í að bjóða sjálfri mér í mat til þín ef þú ert ekki að vinna, þú færð þá auðvitað í staðinn minn skemmtilega félagsskap og hjálp með uppvaskið . Það er líka svo langt síðan ég hef kíkt í heimsókn.
Endilega láttu mig vita ef þú ert laus og vilt fá mig í heimsókn .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.5.2008 | 16:44
Vikan
Sæl
punktar um síðustu daga
- Ég fór í vinnu
- Ég átti frí
- Ég fór á námskeið er hjúkrun launuð vinna eða hugsjónarstarf
- Ég fór í sitthvorum skónum á trúnaðarmannafund
- Gunnar vann mig í fimmu (fyrsta skipti á árinu)
- Ég fór bæði í leikfimi og sund
- ég pumpaði ekki í dekkin á hjólinu mínu
- ég fór í smáralind á sunnudegi
- ég kláraði ekki ársreikninga fagdeildarinnar
- Ég fór með afa í hafnarbíltúr
- Ég stofnaði keppni um tiltekt á heimilinu
- Ég tók til
- Ég draslaði út
- Síðan svaf ég og borðaði að heiman og heima
kv. HRönn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.5.2008 | 12:38
Draumleysi...
Mig dreymdi ekkert minnisstætt í nótt en sonur minn dreymdi eitthvað bráðskemmtilegt og hló mikið, steinsofandi. Hann mundi því miður ekkert eftir draumnum þegar hann vaknaði. Annars leit stóra rúmið mitt frekar út eins og hundakarfa í nótt, ja eða kettlingahrúga ef það gerir lýsinguna myndrænni fyrir ykkur. Sonurinn gat ekki sofnað í gærkveldi vegna magaverks og fékk hann því að skríða í mömmu rúm enda vitað að slíkt læknar magaverk mjög fljótt. Sú stutta gat einhverrra hluta ekki heldur sofnað og þegar klukkan nálgaðist svefntíma móðurinnar var stelpunni kippt upp í líka. Hún var ekki ein heldur fylgdi henni, teppi, koddi, sæng, Bára dúkka, fjórar snuddur og afi. Nei afinn var nú ekki í heimssókn en dúkkan hennar hlaut þetta nafn nýlega. Bækur og púsluspil var skilið eftir í barnaherberginu. Við sem sagt lágum þarna öll í röð - mamman í miðjunni en þegar leið á nóttina fór heldur að þrengja að henni svo að hún ákvað að flýja til fóta. Við lágum því þvers og kruss í rúminu líkt og kettlingahrúga en allir sváfu draumlausum svefni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2008 | 10:41
Skemmtilegur draumur.
Mig dreymdi mjög skemmtilegan draum í nótt.
Ég var á röltinu niðrí miðbæ reykjavikur þegar ég ákvað að kíkja aðeins í bankann og tékka hvað ég fengi mikið orlof 11. maí. Bankastarfsmaðurinn fann ekki orlofsreikninginn minn en bað mig um að koma eftir svona 10 min og þá væri hún ábyggilega búin að finna hann. Ég fór frekar pirruð út, alveg viss um að orlofið mitt væri týnt og ég fengi bara alls engann pening. Eftir sirka tíu mínútur fór ég aftur í bankann.
Bankastarfsmaður: Heyrðu ég fann loksins orlofsreikninginn þinn.
Ég: Frábært. Get ég fengið að vita hversu mikill peningur þetta er?
Bankastarfsmaður: Já ekkert mál. Það eru 5 milljónir og þrjúhundruðþúsund krónur sem þú færð inná kortið þitt 11 maí.
Ég: geðveikt þá á ég alveg efni á klippingu, balli og bústað í næstu viku.
Bankastarfsmaður: já ég myndi samt passa mig að eyða ekki öllu strax.
Ég: nei nei ég eyði svona 30.000 kalli og geymi svo restina.
Svo fór ég bara alveg róleg útúr bankanum og heim.
Ef að þessi draumur væri veruleiki þá held ég að ég myndi ekki eyða bara 30.000 kalli, ég myndi eyða meira.
Var samt frekar svekkt að vakna í morgun og komast að því að þetta var bara draumur. Ég hefði ekkert á móti því að eiga 5 milljónir.
En ég veit samt ekki hvað ég á mikið orlof, kannski verð ég bara milljónamæringur í næstu viku?
En jæja ég ætla byrja læra..
Viktoría
p.s. Mér leiddist í gær þegar ég átti að vera að læra í efnafræði og stofnaði bloggsíðu: www.viktoriabirgis.blogcentral.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)