Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
31.7.2008 | 10:50
Sykurpúðar og kroppalínur...
Þar sem óléttubjáninn átti eitthvað erfitt með að setja myndirnar inn þá tók ég málið í mínar hendur! Ég setti inn myndir frá þeim sólríkudögum sem við höfum fengið hér á Bakka.
Endilega kíkið á þetta:
http://bakkasystur.blog.is/album/sykurpudar_og_kroppalinur/
Kv. Danni!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.7.2008 | 08:22
Þjóðhátíð =D
Eftir u.þ.b. 10 klst. verð ég um borð í Herjólfi á leiðinni til Vestmannaeyja .
Vildi bara minna ykkur á það .
Kv. Gróa Rán
PS: Ég keypti mér mjög flotta myndavél í gær, Canon Powershot A470. Þannig að nú ætla ég að vera dugleg og setja inn myndir á þessa síðu .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.7.2008 | 13:27
Ég er Chandler Bing
Við mæðgur höldum okkur enn innan dyra en Hrafnhildur Katrín er nú öll að koma til eftir háan hita í fjóra daga. En þegar kyrrseta innan húss verður leiðinleg þá þarf að finna sér eitthvað "gagnlegt" að gera. Ég tók því próf á netinu og komst að því að ég er Chandler Bing.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.7.2008 | 15:17
Ég sem hélt...
að þetta væri svo góð leið til að finna maka? Verð að endurskoða þetta aðeins - en það góða við þessa frétt er að 11 myndarlegir piparsveinar eru á lausu
Piparsveinn #12 aftur einn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.7.2008 | 20:02
Af okkur í Esjugrund
Sæl
Sumarið hjá Guðna er búið að vera skemmtilegt Ég er búinn að fara í útilegu alskin skemtilegt
Ég er búinn að fara í sund og ég er líka búinn að sofa í tjaldinu hennar Hrannar. Fyrst fórum við í Húsafell og svo fórum við á Akureyri. Tjaldsvæðið þar heitir Hamrar.
Við erum búin að vera með tiltektardag fjölskyldunnar í dag. Við þurftum að taka til í herbergjum og svo horfðum við á Ratatouille sem er mynd um rottu sem heitir Remí. Hrafnhildur Katrín er búin að vera veik í dag og í gærkveldi.
Kveðja Guðni Kristinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.7.2008 | 23:29
24x24 Glerárdalsgöngunni 2008 lokið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.7.2008 | 11:01
Vinnan, heilsuátak og Þjóðhátíð.
Hæ hæ systur
Af mér er allt ágætt að frétta. Ég er bara búin að vera að vinna á fullu, ég er mjög ánægð þarna á Skúlagötunni þó að þetta er mjög krefjandi starf. Ég verð síðan að vinna þarna aðra hverja helgi í vetur sem er mjög fínt.
En ég er alveg að brillera í þessu heilsuátaki þó ég segi sjálf frá . Þegar ég fór til Drafnar í byrjun júlí í vigtun voru 10,7 kíló farin . Þannig að 1/3 er búinn á rúmum 10 vikum. Ég fór líka og keypti mér verðlaun, rosa flottan sumarkjól (size medium). Og núna held ég þessu bara áfram á þrjóskunni, er loksins búin að læra að nota hana rétt .
Síðan styttist í Þjóðhátíð í Eyjum. Ég er orðin svaka spennt enda löngu byrjuð að telja niður dagana (í dag eru 17 dagar þangað til ). Ég, Geiri og Viktoría fáum að gista í garðinum hjá Guðrúnu Helgu, móðursystur Geira, ásamt fleirum úr hans ætt. Þetta verður svaka fjör, við komum til eyja á fimmtudagskvöldið og þá er húkkaraballið, á föstudeginum er síðan Þjóðhátíðin sett og um kvöldið fáum við lunda í matinn hjá Guðrúnu Helgu. Eftir það er svo bara fylgt Þjóðhátíðardagskránni.
Af Geira er líka allt fínt að frétta. Hann er líka bara vinnandi á fullu eins og ég. Í gær fór hann í lokaprufu fyrir stuttmyndina Pleisið og hann fær að vita eftir 2 vikur hvort hann fær hlutverk eða ekki. Honum fannst þetta rosalega gaman og nú bíðum við spennt eftir svari.
En meira var það nú ekki, vildi bara sína smá lit á þessari síðu. Ég held að það séu komnir nokkrir mánuðir síðan ég bloggaði síðast .
Kv. Gróa Rán
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.7.2008 | 20:22
Fjölskyldan
Erum við ekki falleg fjölskylda?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)