Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
29.9.2008 | 19:19
Ofurskálarleiknum
"Skemmtileg" þýðing.. annars man ég þegar ég var í Bandaríkjunum og vinkona mín spurði í matarboði (þar sem við vorum að horfa á Superbowl amerískan fótbolta); "Hversu margir fjórðungar eru í einum leik?" Hún hefur enn ekki fengið að gleyma þeirri spurningu... Ég hef samt ekki ennþá nennt að skilja þennan leik....en get alveg hlustað á Springsteen
kv. Bára
Springsteen rokkar í ruðningshléi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2008 | 20:17
Afmæli fljótlega!
Þar sem ég og Gróa Rán eigum afmæli fljótlega hef ég ákveðið að senda út smá afmælisgjafarhugmyndalista:
- Sex and the city myndin
- Pund ( þar sem ég fer til London eftir ellefu daga :)
- klarinettunótur.
- Skartgripi (langar voða mikið í sætt armband til dæmis)
- einbeitingardrykk ( þjáist af miklu einbeitingarleysi þessa dagana)
- úlpa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.9.2008 | 12:27
Tími kominn á smá fréttir af mér..
Hæhæ
Af mér er allt fínt að frétta. Er loksins byrjuð í hreyfingarprógramminu aftur...er að deyja úr harðsperrum eftir ræktina í gær. Ég er greinilega ekki enn á sama stað og ég var í vor...þarf að vinna mig upp aftur .
Auk þess er ég líka í blaki sem er rosalega skemmtilegt, var eimmit að spá í hvort við systurnar ættum ekki að stofna lið í blaki? Það eru akkúrat 6 inn á í einu.
Annars gengur mér bara vel í skólanum, ég er loksins búin að finna rétta taktinn. Fékk t.d. 9 í prófi sem ég var hrikalega kvíðin fyrir og ætlaði ekki að taka.
En annars var ég að komast að áhugaverðu einkenni vefjagigtar. Samkvæmt vefjagigt.is er klaufaskapur eitt einkenni. Þess vegna var ég að spá hvort að Dröfn væri kannski með vefjagigt? Annað einkenni er orðarugl þ.e.a.s. að finna ekki réttu orðin. Þannig að ef ég er klaufi eða mismæli mig þá má alls ekki gera grín að mér þar sem að ég er með vefjagigt . Hver segir svo að það sé ekki hægt að finna ljósa punkta við allt saman?
Kv. Gróa Rán
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.9.2008 | 09:25
Fréttir af mér..
Hæhæ :) fannst vera komin tími á blogg.. þó að bloggið fyrir neðan er alveg ótrúlega sætt!
Það er svo sem ekkert mikið að frétta af mér.. skólinn byrjaður á fullu.. miðannarmat fer að nálgast og það þýðir að kennarar demba á mann verkefnum og prófum eins og þau fái borgað fyrir það. Ég er ekki enn komin með vinnu en er að fara í prufu í mosfellsbakarí núna á eftir.. mig langar ekkert voðalega að vinna það en allt er betra enn ekkert.
Eftir nákvæmlega 21 daga verð ég á leiðinni til LONDON! já ég hef ákveðið að skella mér þangað með Agnesi vinkonu minni. Við verðum þar í fimm daga. Erum búnar að plana að fara á eina leiksýningu, Hairspray, og er ég mjög spennt yfir því. Ég þori samt að veðja að við munum fara á fleiri sýningar :P
Ég lenti í mjög óskemmtilegu atviki í gær. Strákur sem er með mér í nokkrum tímum byrjaði að senda mér sms. Var eitthvað að bulla um að hann ætlaði að setjast með mér inní minn bíl og eitthvað. Ég skildi ekkert hvað hann var að tala um, hélt bara að hann væri að senda í vitlaust númer. Síðan eftir skóla í gær var ég að labba útí bíl þegar ég sé hann standa fyrir utan bílinn minn. Ég dríf mig og sest inní bíl og hann reynir að setjast inn í framsætið. Sem betur fer var bíllin læstur svo að hann komst ekki inn. Ég er í nettu sjokki, en ég vona innilega að hann hætti þessu annars þarf ég að láta skólayfirvöld vita..
en já.. langaði bara að blogga smá..
- Viktoría..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.9.2008 | 21:29
Þórhalla Guðný Daníelsdóttir
Í gær var litla daman skírð og fékk hún nafnið Þórhalla Guðný.
Fleiri myndir má sjá í myndaalbúmi hér til hliðar.
kv. Hrönn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)