16.4.2008 | 19:36
Breytast prinsessur í froska?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.4.2008 | 08:39
sumar.
Eftir 29 daga verð ég komin í sumarfrí!
Annars er svosem ekkert mikið nýtt að frétta af mér. Brjálað að gera í skólanum eins og vanalega. Ég er núna á fullu að læra fyrir leiklistarpróf sem ég tek í næstu viku. Ég fer með einn einleik og svo er líka allur hópurinn sem leikur hluta úr leikriti. Í því verki leik ég playboykanínu sem verður bæði lamin og skotin.. já það er farið illa með systur ykkar þarna.. En leikfangabyssan hans Viktors kemur mér að góðum notum.
En jæja ætla halda áfram að fylgjast með í tímanum..
Viktoría sumarstelpa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.4.2008 | 16:13
Afmælisbarnið
Sæl
Afmælisbarnið vaknaði hresst í morgun rétt um sexleytið enda langþráður dagur runninn upp. Við mæðgur ákváðum að vakna með honum (önnur er 33 ára, hin er líka átta ára (reynt ítrekað að leiðrétta það í morgun).
Eftir söng og knús fékk afmælisbarnið gjöfina sína og hófust þá æfingar samstundis hér á eldhúsgólfinu og síðar út í garði þar sem Viktor Snær sá um myndatöku.
Í skólanum er nafn afmælisbarnis sett upp á töflu ásamt dagsetningu og átti Guðni Kristinn von á mörgum afmæliskveðjum og korti frá skólastjóra.
Góðar kveðjur Bára
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.4.2008 | 10:33
GUÐNI KRISTINN 8 ÁRA
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.4.2008 | 20:40
Skyldi það fara svo?
Það væri dálítið gaman að geta unnið fullt starf en ekki yfirfullt...
Að geta keypt sér miða á tónleika...
Að versla í kjötborði Nóatúns (en ekki Bónus) á sunnudögum...
Að kaupa sér skó...
Ætli það sé gert fyrir mannsæmandi laun?
En ég er heppin, launin hafa kennt mér að spara og ég er því tilbúin í kreppuna sem er að hefjast.
kveðja sparsami kennarinn
![]() |
Kennarar telja að laun eigi að hækka um 24-46% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.4.2008 | 21:10
Strumpur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
7.4.2008 | 12:04
Sónarmyndir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.4.2008 | 22:35
Sunnudagur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.3.2008 | 20:12
umferðateppa og rafmagnsleysi
jæja ætli það sé ekki kominn tími á blogg?
Fyrst vilja óska Pabba okkar innilega til hamingju með afmælið í gær, öll 25 árin :)
Dagurinn í dag var frekar óvenjulegur. Ég bjóst við dæmigerðum mánudegi, löngum og venjulegum, en vegna mótmæla trukkabílstjóra byrjaði dagurinn frekar seint. Ég slapp reyndar við allar umferðateppur og mætti á réttum tíma í skólann, en kennarar og aðrir nemendur komu seint í skólann. Korter yfir tólf nákvæmlega sló svo allt rafmagnið út. Komst ég að því hversu mikið maður er háður rafmagni. Ég gat til dæmis ekki keypt mér neitt í sjoppuni þar sem ég var með allan pening inn á korti og posinn gengur fyrir rafmagni. Sem betur fer á ég matarmiða svo ég gat fengið mér hádegismat. Ég gat ekki hlaðið tölvuna mína, en það var svo sem allt í lagi þar sem ég komst hvort eð er ekki á netið. Tímaskynið fór líka alveg þar sem allar klukkur skólans eru samstilltar og þær duttu út þegar rafmagnið fór.
Annars er bara ósköp venjuleg vika framundann hjá mér. Næstu helgi ætla ég svo að vera heima á Bakka og hjálpa Leifa í fjósinu þar sem foreldrar okkar eru víst að fara til Berlínar.
En ég ætla að fara setja upp efnafræðisvipinn (hehe) og læra smá áður en ég fer í háttinn..
Viktoría
p.s. Halla var að setja inn nýjar myndir :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.3.2008 | 18:25
Páskafrí!
Sælar systur
Ég og Geiri erum búin að hafa það mjög fínt í páskafríinu, en við erum aðalega búin að vera að glápa á sjónvarpið og spila playstation 2. Reyndar erum við líka búin að vera dugleg að fara í göngutúra og stússast í kringum hestana sem ég tók inn og er það heilmikil hreyfing. Annars er bara allt gott að frétta af okkur, við erum bara á fullu í skólanum og gengur bara mjög vel hjá okkur báðum. Ég fer í sumarfrí 14. maí en þá er síðasta prófið mitt. Geiri er ekki alveg viss hvenær hann fer í sumarfrí, það fer eftir því hvort hann nær símati í náttúrufræði eða ekki.
En ég ætlaði nú ekki að hafa þetta langt, vildi bara blogga aðeins þar sem að Bára systir benti mér á það að ég bloggaði svo sjaldan.
Kv. Gróa Rán
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)