22.2.2008 | 01:21
tími á blogg?
Hæhæ :)
Ég ætla telja upp fyrir ykkur það sem ég hef verið að gera og það sem er framundan hjá mér.
- Þessi vika í skólanum er búin að vera frekar tjilluð. Á mánudaginn var bara venjulegur skóladagur fram að hádegi. Þá fór ég ásamt leiklistaráfanganum í Borgarleikhúsið og við fengum að skyggnast þar baksviðs. Reyndar hef ég séð það flest áður enda hef ég leikið á litla sviðinu í Borgarleikhúsinu! (Talandi um að eiga fræga systur!) En það var samt mjög gaman :) þriðjudagurinn var svo bara venjulegur. Á miðvikudaginn byrjuðu svo Skóhlífadagarnir. Ég mætti í skólann klukkan 9 og fór þá á Evrópska kvikmyndahátíð en á henni horfði ég á Oliver Twist. Síðan klukkan eitt fór ég á forsýningu á Step up 2: The Streets. Á fimmtudaginn mætti ég svo 9 í skólann og fór á fyrirlestur um Vantrú. Mér fannst þetta mjög áhugaverður fyrirlestur, sérstaklega þar sem trúleysingjarnir sem héldu hann voru einmitt að tala um þá trú sem ég trúi. Ég hefði getað rökrætt endalaust við þá, en ákvað þó að halda aðeins aftur að mér. Það kom mér samt á óvart að þessi fyrirlestur dró ekkert úr trú minni, heldur styrkti hana enn frekar.
Síðan um kvöldið var Glæsiballið. Ég ákvað að spara peningana og fann mér kjól úr fataskápnum, í stað þess að eyða fullt af pening í glæsilegan kjól. Samt sem áður var ég mjög glæsileg og ég skemmti mér konunglega :) Fyrir þá sem ekki vita er Glæsiballið vímuefnalaust ball þar sem nemendur koma saman í skólanum, borða góðan mat sem kennarar þjóna manni til borðs og horfa á skemmtiatriði. Veislustjórinn þetta árið var Björgvin Franz og var hann ótrúlega fyndinn. Eftir það fór ég svo heim og sit núna og blogga þetta blogg. - Það er sem framundan hjá mér er hinsvegar mjög svo skemmtilegt. Ef það hefur farið fram hjá ykkur þá er ég nefninlega á leiðinni til London! Ég fer aðfaranótt fimmtudags í NÆSTU viku. Semsagt eftir viku þá verð ég ótrúlega töff að upplifa þvílíka menningu í London. Ég er ekki alveg komin með fulla dagskrá í hendurnar en ég veit hins vegar að við förum allavega á þrjár leiksýningar. Við sjáum Wicked, Lion King og Spamelot. Svo munum við einnig skoða Globe, en það er leikhúsið þar sem hinn frægi William Shakespeare setti upp sín fyrstu verk. Einnig munum við fá tíma til að versla og hlakka ég mjög til að skoða búðirnar á Oxford Street. Ég kem svo aftur heim til Íslands seint á sunnudeginum.
en jæja klukkan er orðin margt.. er að hugsa um að reka þessa sætu ketti út úr herberginu mínu og fara að sofa.

Viktoría
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.2.2008 | 15:46
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ DANÍEL !!!
Til hamingju með að vera orðinn fullorðins.
Vonandi átt þú eftir að njóta dagsins og kvöldsins í góðra vina hópi.
Kveðja Dröfn, Leifi, Viktor og Birna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.2.2008 | 17:15
Fréttir af okkur.
Sælar systur og fleiri.
Hér koma smá fréttir af okkur skötuhjúum.
Skólinn gengur bara vel og tónskólinn gengur vel hjá Daníel. Hann tekur 5. stigspróf í mars, svo er hann líka í samspili sem gengur líka vel.
Við erum komin langt með það að flytja og erum að reyna að klára þetta af.
Daníel verður svo tvítugur næsta laugardag.
Við fórum á Ivanov í leikhús um daginn og erum að fara á Brúðguman í bíó í kvöld.
Ég er byrjuð að vinna á föstudögum í garðinum, þannig að ég er á þá og aðra hvora helgi að vinna.
Hmm ég held að það sé ekkert meira að frétta....
Jú.. Ég þarf að komast uppá Akranes í ágúst. Er einhver til í að skutla mér??
kv. Halla og Daníel
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.2.2008 | 11:58
Hitt og þetta
Sæl öll sömul
Mig langar til að byrja á að óska þessum manni til hamingju með afmælið 10 febrúar
(ætlaði að skella inn mynd af honum þann 10 en biðst afsökunar á að vera 3 dögum of sein).
Síðan langar mig að minna systur mínar allavegna þær 3 yngstu að ég og Ásthildur erum í sundi alla mánudaga og miðvikudaga á milli 17:30 -18:30 og það væri mjög gaman að fá félagskap í 500-1000 metrunum og í pottinum á eftir. VIð erum reyndar ekki í sundi í dag.
Síðan vantar mig pössun mið. 20 febrúar klukkan 19:00 (væri fínt að byrja í sundi og passa svo), en við erum að fara í leikhús. og Síðan vantar mig pössun laugardaginn 22 mars sem er laugardagurinn fyrir páska og þá þarf að passa líklega 3 börn og byrja 9:30. (það verða kanski boðin páskaegg að launum).
kveðja Hrönn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2008 | 15:13
Skemmtikvöld
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.2.2008 | 10:51
kominn tími á blogg frá mér...
Sælar systur og fleiri
Það er bara allt gott að frétta af mér. Ég átti að fara í verklega bílprófið núna í morgun en því var frestað vegna veðurs þannig að ég fer líklegast í það einhverntímann í næstu viku.
Geira gengur mjög vel í skólanum og hann er mjög ánægður þar, hann skilur ekki afhverju hann fór bara ekki þangar fyrst . Hann fær mjög mikinn stuðning frá kennurum sem hann fékk ekki í MK sem er alveg frábært.
Annars er ekki mikið að frétta af okkur....við erum bara í skólanum og svo förum við í ræktina 2svar í viku...rosa dugleg .
En ég ætlaði bara að skella hér inn stuttu bloggi...bara láta vita að ég er enn á lífi...ég hitti ykkur systur svo sjaldan þar sem að ég er aldrei heima.
En þetta er nóg í bili...ég skal reyna að vera duglegri að blogga í framtíðinni.
Kv. Gróa Rán
PS: Ég set hérna eina mynd..er bara að tékka hvort það virkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.2.2008 | 13:28
Öskudagur á Kjalarnesinu - framhald
Mikið var nú gaman á öskudaginn. Viktor og Guðni voru alveg sammála um það að það væri ekki nógu oft að hafa öskudaginn bara einu sinni á ári. Þeir voru sko MJÖG ánægðir með að geta fengið nammi að launum fyrir söng og komu heim með væna hrúgu hvor.
Birna og Hrafnhildur héldu öskudagsballinu áfram hérna heima og léku sér og dönsuðu. Ballerínan breyttist í ballerínu-mús en Indjáninn vildi ekki svona eyru.
Eftir kvöldmat fóru svo allir í sturtu eða bað og það var sko FJÖR í baðinu hjá þeim frænkum saman. Eftir baðið fóru svo allir að kúra og skoða bækur og svo kom Bára fljótlega að sækja sætu börnin sín.
Setti nokkrar myndir í viðbót í öskudagsalbúmið
Kveðja Dröfn (sem er í bloggátaki)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.2.2008 | 17:00
Öskudagurinn á Kjalarnesi
Draugur, Indjáni og Spæjari fóru í skóla og leikskóla í morgun. Indjáninn vildi víst ekki fara í svona kjól en það tókst víst að lokum og ekki var lagt í að mála rauðar rendur á kinnarnar.
Birna Rún fór í aðlögun hjá dagmömmunni (dagur 3) og fór ekkert að gráta þegar mamma skildi hana eftir en var ansi ÞÖGUL. Gekk rosalega vel og var glöð og kát þegar mamma kom aftur eftir klst. Þá var brunað upp á Kjalarnes og Ballerína og Mús lögðu svo af stað upp í skóla til að hitta drauginn og spæjarann og fara með þeim á heljarinnar öskudagsball í Fólkvangi. Á leiðinni heim af ballinu var komið við í leikskólanum og Indjáninn sóttur. Allt liði fór svo heim og hélt öskudagsball heima.

Endilega kíkið á myndirnar í albúminu.
Kveðja Músin, Draugurinn, James Bond, Indjáninn og ballerínan.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.2.2008 | 11:10
Bratz stelpa
Hæ hæ
Hér eru nokkrar myndir af Bratz stelpunni með rauða, bláa og glimmer hárið, fleiri eru í myndaalbúmi undir öskudagur!
kveðja Hrönn og Ásthildur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.2.2008 | 23:38
Blogg frá Ásthildi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)