Leita í fréttum mbl.is

2009?

Gleðilegt nýtt ár!  þar sem enginn tók að sér að blogga næst blogga ég bara aftur!
 hér er ég enn og aftur andvaka. Ég ætlaði að vera rosalega dugleg og snúa sólarhringnum við fyrir skólan..  skólinn byrjar ekki á morgun heldur hinn og enn er svefninn í rugli :P    þetta jólafrí fór alveg með mann!  En samt sem áður hefur þetta jólafrí verið yndislegt og nýja árið byrjar mjög vel :) 

Það helsta sem er á döfinni núna hjá mér í jan - feb er þetta:
  • skólinn að byrja aftur.. vúhú!  er með ostagötótta stundatöflu (er í fimm götum! =/  plús þá get ég sofið út til ellefu á mánudögum!  og til tíu á þriðjudögum og fimmtudögum :D )
     
  • ég er enn að vinna í byggt&búið  (partý á fimmtudögum milli sex og níu B&B Kringlunni - skilyrði að versla sér hlut(i) minnsta lagi að verðmæti 5000)
     
  • Ég er orðin formaður leikfélagsins í Borgó!  það var víst leikfélag fyrir minn tíma og frá því ég byrjaði í borgó hefur verið orðrómur um að rífa upp leikfélagið. Þegar fyrrverandi formaður okkar (agnes nokkur wild) útskrifaðist úr borgó og ég varð óvart formaður þá ákvað ég sanna þessa orðróma og lífga leikfélagið upp frá dauðum!
    Sá draumur fer að verða að veruleika því ég er mjög líklega næstum því pottþétt komin með leikstjóra! 
     
  • Ég er einnig að taka þátt í leikriti sem LM setur upp í Bæjarleikhúsinu :)  Mun auglýsa það betur nánar.  (hint: takið frá helgina 24-25 því þá verða sýningar - hentar fyrir alla leikhúsvæna aldurshópa)
     
  • Ég verð líka bráðum aðstoðarþjálfari á Dale Carnegie. Námskeiðið sem ég aðstoðaþjálfa á byrjar 14. jan og ég er orðin alltof spennt til að byrja.

Svo á ég víst líka fjölskyldu og vini og ég reyni að skipta mínum litla frítíma jafnt á milli þeirra.

Eins og staðan er núna virðist 2009 ætla verða geðveikt ár og hlakka ég til að takast á við öll þau verkefni sem bíða mín :D 

- Viktoría  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bakkasystur
Bakkasystur
Systurnar sex og fylgilið....
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband