Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
31.1.2008 | 19:15
Nýr lífstíll
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.1.2008 | 13:07
Spilasjúklingar
Sælar
Er að taka áskorun Báru og blogga daglega...
Kíkið á þessa síðu, þar er nóg úrval af spilum... smá hint fyrir febrúar
kveðja Hrönn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2008 | 19:31
100 skóladagurinn
Ásthildur er búin að fara 100 sinnum í skólann á þessu skólaári (mínus nokkra veikindadaga).
Skoða má skólastarfið á http://breidholtsskoli.is og þar er einmitt þessi mynd.
kveðja Hrönn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.1.2008 | 23:25
blogga smá =)
Ákvað að blogga smá.. þar sem Bára er búin að vera duglegust að halda þessari síðu uppi.. þá ákvað ég að sýna smá lit og koma með blogg :)
Ég er bara á fullu í skólanum eins og vanalega :) alltaf mikið að gera þar.. Svo eru bara 31 dagar í LONDON!! :D var í leiklist áðan og það er loksins búið að finna hótel handa okkur :) verðum miðsvæðis í London svo það er ekki langt að fara í búðir og leikhús o.fl.
Ég er einmitt á fullu í fjáröflunum fyrir London-ferðina.. er búin að vera selja kaffi og safna dósum :) margir krakkar í skólanum halda að ég sé voða fátæk og eigi ekki pening í mat og þurfi þess vegna að safna dósum í hádegishléum :P hehe en þau mega alveg halda það .. =)
Síðan erum við í leiklistinni á fullu að æfa fyrir sýningu sem við ætlum að setja upp.. Kostar 500 kall inn og er hún haldin 12. feb í Borgarholtsskóla! Hvet ég ykkur til að mæta og styrkja okkur :) ég er reyndar ekki að leika.. heldur sé ég um miðasöluna og flest allan undirbúining :)
en já ætla ekki að hafa þetta lengra núna..
Skora á Dröfn að koma með Pönk blogg næst! :)
Viktoría
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.1.2008 | 14:59
Orðabók barnsins - 2. kafli
Appelsínuafi: Mjög vinsæll drykkur á okkar heimili... lestu orðið aftur þar vantar s.
Afmæli: annað hvort á einhver afmæli eða hún er að kalla á ömmu langömmu. Einhverntíman í afmælistörninni nóvember desember runnu þessi orð saman með þeim afleiðingum að hún kyssir afmælið bless þegar langamma fær koss.
kraprika: afskaplega erfitt að ná stjórn á lítilli tungu í verslunarferð prakripa, krapipa, parprika hún vildi ekki papriku í kvöldmat.
Má ég glósa núna? Já þetta heyrist í alvörunni hjá 2 ára snótinni og þá er röðin komin að henni með glósupennann. Eftir smá stund sjást bleikar línur á blaðinu og svo fær mamma hennar aftur pennan. Námsstundirnar eru dýrmætar.
Samtal: Ég get ekki gengið. Nei mamma heldur á þér. Ég get ekki gengið núna. Nei það er allt í lagi mamma ætlar að halda á þér yfir bílastæðið. Ég vigl ekki láta halda, ég get ekki gengið. Eftir nokkur tár varð það ljóst að orðið ekki var ofaukið hjá stúlkunni. Hún GETUR GENGIÐ SJÁLF.
Kveðja Bára
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.1.2008 | 22:02
Ljóshærð?
Ein Ljóshærð.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.1.2008 | 20:30
Blogg annan hvern dag.....
Það helsta í fréttum:
- Fatakaup fóru ekki úr böndunum
- Mér var ekki boðið í útför Bobbys
- Ég styð ekki Ólaf
- Ég hef enga ánægju af handboltanum
- Ég hef enga hnífa í bakinu
- Ég skipti oft á milli meiri og minnihluta
........... og blogga svo systur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.1.2008 | 21:17
Góð landafræðikennsla?
Ég komst að því að ég er ekkert rosalega skörp í landafræði. Greindavísitala mín mælist 87 á þessu prófi en ekki veit ég hvort er mikið að marka það. Eitt veit ég þó að kanski er öruggara að hafa einhvern með mér þegar ég ferðast. En fyrir þá sem vilja prófa þennan leik er slóðin: http://www.travelpod.com/traveler-iq/game1?9816=7cff
Ég kenni að sjálfsögðu smæð kortsins um hversu lágt ég skora. En prófið þið. Þetta er skemmtileg afþreying.
kv. Bára
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.1.2008 | 21:50
Jólamyndir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.1.2008 | 15:55
Flensan er komin
Heyrst hefur að flensan sé mætt til landsins og óstaðfestar heimildir benda til þess að Breiðhyltingar hafi tekið á móti henni. En ef þeir og fleiri vilja fræðast frekar um flensuna má benda á þessa góðu síðu Námsgagnastofnunnar. Ég óska ykkur góðs bata. Kveðja Bára |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)