Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Loksins eitthvað jákvætt

j0356713 Þessi frétt gladdi kennarann.

Ég er nýbúin að vinna verkefni um kennarann og almenningsálitið. Þar skoðuðum við bloggsíður og innsendar greinar síðustu ára og voru ekki margar jákvæðar um kennara enda tengdust flestar kjaramálum. En þetta er mjög jákvætt burt séð frá því hvort þetta nýtist í kjarabaráttunni eða ekki en það er önnur umræða.

Kveðja Bára


mbl.is Kennurum treyst best á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Taper

Winner eða taper?
taper03
Buzz keppni - þeir sem vinna eru winner upp á enska tungu
og taparar hljóta því að vera taper.
Af svipnum að dæma fellur Hrafnhildur Katrín ekki í þann hóp.

Helgin liðin

Sæl

Þá er enn ein helgin liðin. Rakel Ösp og Adrian Ari komu á föstudaginn og þá voru síðustu pakkarnir opnaðir og jólaskrautið svo tekið niður (nema á svölunum -GHG vill hafa það þangað til birtir).DSC02654 Á laugardeginum bættust svo 3 börn í hópinn, Skjöldur Orri, Guðni Kristinn og Hrafnhildur Katrín. VIð fórum á snjóþotu í fölinni sem er komin og var það gaman eins og sést á meðfylgjandi myndum. DSC02656Seinni partinn var farið upp á Bakka en þá bættist Amelía Nótt 4 ára frænka Gunnars í hópinn. Sunnudagurinn byrjaði á tiltektarleik, spilað var upp á tiltekt í íbúðinni og hún tekin í gegn. Síðan skruppum við í sund. Elsa systir Gunnars og Bjössi maðurinn hennar komu svo í kaffi og þegar þau voru farin malaði ég Skjöld Orra og Adrian Ara í Catan (eða allavegna vann þau). Jæja ég ætlaði að setja inn fleiri myndir en þetta gengur svo hægt, þannig að ég læt þetta duga í bili.

kveðja Hrönn


..

Hæhæ :)

Þar sem ég er í gati í skólanum ákvað ég að skella inn einu bloggi..

Helsta sem er að gerast hjá mér þessa daganna er skólinn. Ég fékk í byrjun stundatöflum með 19 einingum, en ég gat bætt við mig einum áfanga í viðbót og er nú í 22 einingum. Ég er aftur komin yfir á náttúrufræðibraut og líkar það bara mjög vel. En þar sem ég var á félagsfræðibraut þegar ég valdi áfanganna fyrir þessa önn þá var fyrsta stundataflan sem ég fékk ekki með þeim áfögum sem ég þarf að taka þegar ég er á náttúrufræðibraut. Þannig að ég fór til áfangastjóra og hún var ekki lengi að redda stundatöflunni fyrir mig. Ég sagði mig líka úr skemmtinefnd og ætti þá að hafa meira tíma fyrir námið (sagði einmitt námsráðgjafanum í skólanum að ég hafi hætt í skemmtó til að geta einbeint mér betur að náminu - og ég held ég hafi aldrei séð þennan mann brosa jafn breitt ). Ellen er komin til mín í Borgó og er það ótrúlega gaman :) við erum á leiðinni á Nýjársball í næstu viku og mun Páll Óskar spila á því balli ásamt Plugg'd og Dj Exos.

Annars er svosem allt annað gott að frétta. Ég er enn að vinna á landspítalanum en verð bara að vinna þriðjuhvoru helgi og alltaf á miðvikudögum. Ég er alltaf keyrandi um á fordinum hans pabba og veit ég ekki hvað ég gerði ef ég væri ekki með bíl. Tilhugsunin að þurfa taka strætó heim er ekki góð og vona ég að ég þurfi þess ekki aftur. Enda er mikill munur að geta verið komin heim úr skólanum á tuttugu mín í staðinn fyrir að taka strætó sem gæti tekið einn og hálfann tíma.

Viktoría


Orðabók barnsins

Orðaforði eykst dag frá degi og er tekið eftir hversu mikið henni fer fram. Þó eru nokkur atriði sem enginn skilur nema sem til þekkir.

Ég vil fá skitterinn: Það er ekki ljóst hvort þetta þýði skeið, gaffall eða hnífur. Gæti verið sambland af þessu en þetta er orð sem hún notar óspart. Kannski verður þetta seinna meir nýyrði fyrir tegund af hnífapörum en líklegra er nú að þetta gleymist.

Besti: Föðurnafn Drafnar frænku. Hún er ekki Birgisdóttir heldur besti. Heimildir eru fyrir því að frænkan hafi hjálpað til við þessa nafngift en síðar fékk þessi nafngift tengingu við jesú - en vinsælasta lagið um þessar mundir er jesú bróðir besti.

Mamma viltu taka mér: Þetta snýst ekki um skilningsleysi móður á dóttur sinni, pönktímabili, náttfatatísku eða einhverju sambærilegu, það er í merkingunni að taka mér eins og ég er, heldur er einfaldlega persónufornafnið ég notað í þágufalli í stað þess að vera í þolfalli. Hvort að þetta sé undanfari þágufallssýki (sem þekkist í fjölskyldunni) er ekki hægt að meta á þessari stundu.

Hvað ertu geir?  Það er ekki verið að ræða um Geir, Geira eða atgeir heldur er verið að spyrja hvað ertu að gera?

Ef stúlkan spyr má ég renna mér? er ekki verið að biðja um að fara út á róló í rennibraut heldur hefur hún fundið einhvern sem er í renndri peysu. Það er óbilandi úthald í þeirri iðju og eina ráðið til að losna er að vera loðinn á bringunni og án bols. Þá rennir hún ekki nema einu sinni.

hkb_hairhaelar (3)Bláska:  Helsta kenningin er að þetta sé sambland af blása og blástu með auka k hljóði þarna á milli. "Má ég bláska núna?"

"Já þú mátt blása".

 

Kveðja Bára

 


Guðni elsku ástin mín

Hrafnhildur Katrín lét mig vita af þessu um daginn. Henni þykir afskaplega vænt um stóra bróður sinn og er ekki annað hægt en að taka vel undir það.

Bestu kveðjur Bára

gkb_laera  badthrif_gkb  hkb_afm


Sælar systur og fleiri sem lesa

Ég og Geiri erum búin að hafa það mjög gott um jólin, fórum í 3 jólaboð en annars er bara afslöppun. Núna er smá frí hjá okkur þangað til skólinn byrjar en eins og flestir vita þá komst Geiri inn í FÁ. Hann byrjar í skólanum þriðjudaginn 8. jan en ég byrja ekki fyrr en fimmtudaginn 10. jan Tounge. Þannig að við ætlum að njóta frídagana okkar þangað til með því að sofa út (sváfum til hálf 3 í dag, mamma var ekki viss um það hvort við værum lifandi Wink) og síðan bara slappa af.

En ég ætlaði nú ekki að hafa þetta langt, vildi bara blogga smá af því að það er orðið svo langt síðan.

Kv. Gróa Rán


« Fyrri síða

Höfundur

Bakkasystur
Bakkasystur
Systurnar sex og fylgilið....
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband