Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
24.2.2009 | 09:14
Til hamingju!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2009 | 10:05
Leikfélag Mosfellsbæjar kynnir söngleikinn:
Töfrataskan!
Frumsýning
laugardaginn 21. febrúar kl. 14
Önnur sýning
laugardaginn 21. febrúar kl. 16
Þriðja sýning
laugardaginn 28. febrúar kl. 14
Fjórða sýning
laugardaginn 28. febrúar kl. 16
Í söngleiknum kynnast áhorfendur hinum ýmsu ævintýrapersónum eins og Mary Poppins, konungi ljónanna, litlu hafmeyjunni, Aladdin, Móglí og Fríðu.
Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Miðapantanir í síma 566-7788
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.2.2009 | 20:30
Til hamingju með afmælið Daníel
Til lukku með daginn og árin 21.
kveðja Hrönn og Ásthildur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2009 | 18:34
sunnudagur til sælu =)
Hæhæ
Héðan úr Kópavoginum er allt fínt að frétta. Geiri var að taka þátt í söngvakeppni á fimmtudaginn og vann ekki, enda meira gert upp á grínið en í alvöru . Hann er einnig búinn að vera á talsetningarnámskeiði sem honum finnst rosa skemmtilegt.
Við erum svo bæði á fullu í skólanum og gengur bara vel hjá okkur báðum, ég þarf reyndar að vera aðeins strangari í sambandi við andlitsbókina, gleymi mér aðeins of oft þar inn á þegar ég á að vera að fylgjast með í tímum . En ég og Geiri erum búin að vakna kl. 5 síðastliðna morgna og bera út fréttablaðið og hefur það gengið mjög vel fyrir utan síðasta laugardag en þá var svo mikil hálka að ég rann tvisvar á rassinn .
Í gær fórum við svo út að borða á Caruso í tilefni Valentínusardagsins og gaf Geiri mér mjög fallegt hálsmen en ég gaf honum vasapela .
Ég var svo að skrá mig sem sjálfboðaliði hjá Rauða Krossinum og er að fara vinna verkefni sem gengur út á það að aðstoða innflutt ungmenni hér á Íslandi, frá 16 ára og upp úr. Ég er mjög spennt fyrir þessu.
Annars er bara leti dagur hjá okkur í dag, vídjógláp á náttfötunum. Enda má maður slaka á eftir að hafa vaknað kl. 5 alla vikuna.
En nú skora ég á ykkur hinar systurnar að blogga, það er eins og ég og Viktoría séu einu Bakkasysturnar á þessari síðu .
Kveðja
Gróa Rán
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.2.2009 | 08:41
Til hamingju með afmælið Leifi
Við óskum Leifa til hamingju með árin 36 (eða á maður að fara að hætta að telja!!!)
Kveðja Hrönn og Ásthildur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.2.2009 | 20:31
Ég er awesomeness!
Jahá! það er sko ekki hægt að segja neitt annað en að ég er AWESOMENESS!! allavega í dag ;) fyrir þá sem ekki vita er awesomeness svipað og einhver veiki, flensa, kvef, slappleiki eða þess háttar. Einkenni awesomeness er að maður veðrur óeðlilega duglegur. Ég hef greinilega nælt mér í þvílikt slæmt awesomeness því að ég var of dugleg í dag!
Byrjaði á að vakna hálf sjö til að skella mér í ræktina hálf átta. Púlaði þar til níu og fór svo uppí skóla að læra frönsku. Um ellefu leytið fór ég í stofukynningar! fyrir þá sem ekki vita hvað það þýðir þá labbaði ég í nánast allar stofurnar og auglýsti bæði leikfélagið og skóhlífadaganna. Í hádeginu var ég svo í skráningu á skóhlífadögnum. 13:20 fór ég í íslensku og svo eftir þann tíma tók ég frönskupróf. Beint eftir prófið skundaði ég í kringlunna og fór að vinna í Byggt og Búið til hálf sjö. Eftir það fór ég heim í breiðholt og eldaði súpu handa mér, Hrönn og Ásthildi. Síðan tók ég úr þvottavélinni og er núna í tíu mínútna pásu áður en ég fer að læra fyrir stærðfræðipróf.
Ef þetta er ekki dugnaður þá veit ég ekki hvað dugnaður er?!
- Viktoría
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)