24.2.2009 | 09:14
Til hamingju!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2009 | 10:05
Leikfélag Mosfellsbæjar kynnir söngleikinn:
Töfrataskan!
Frumsýning
laugardaginn 21. febrúar kl. 14
Önnur sýning
laugardaginn 21. febrúar kl. 16
Þriðja sýning
laugardaginn 28. febrúar kl. 14
Fjórða sýning
laugardaginn 28. febrúar kl. 16
Í söngleiknum kynnast áhorfendur hinum ýmsu ævintýrapersónum eins og Mary Poppins, konungi ljónanna, litlu hafmeyjunni, Aladdin, Móglí og Fríðu.
Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Miðapantanir í síma 566-7788
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.2.2009 | 20:30
Til hamingju með afmælið Daníel
Til lukku með daginn og árin 21.
kveðja Hrönn og Ásthildur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2009 | 18:34
sunnudagur til sælu =)
Hæhæ
Héðan úr Kópavoginum er allt fínt að frétta. Geiri var að taka þátt í söngvakeppni á fimmtudaginn og vann ekki, enda meira gert upp á grínið en í alvöru . Hann er einnig búinn að vera á talsetningarnámskeiði sem honum finnst rosa skemmtilegt.
Við erum svo bæði á fullu í skólanum og gengur bara vel hjá okkur báðum, ég þarf reyndar að vera aðeins strangari í sambandi við andlitsbókina, gleymi mér aðeins of oft þar inn á þegar ég á að vera að fylgjast með í tímum . En ég og Geiri erum búin að vakna kl. 5 síðastliðna morgna og bera út fréttablaðið og hefur það gengið mjög vel fyrir utan síðasta laugardag en þá var svo mikil hálka að ég rann tvisvar á rassinn .
Í gær fórum við svo út að borða á Caruso í tilefni Valentínusardagsins og gaf Geiri mér mjög fallegt hálsmen en ég gaf honum vasapela .
Ég var svo að skrá mig sem sjálfboðaliði hjá Rauða Krossinum og er að fara vinna verkefni sem gengur út á það að aðstoða innflutt ungmenni hér á Íslandi, frá 16 ára og upp úr. Ég er mjög spennt fyrir þessu.
Annars er bara leti dagur hjá okkur í dag, vídjógláp á náttfötunum. Enda má maður slaka á eftir að hafa vaknað kl. 5 alla vikuna.
En nú skora ég á ykkur hinar systurnar að blogga, það er eins og ég og Viktoría séu einu Bakkasysturnar á þessari síðu .
Kveðja
Gróa Rán
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.2.2009 | 08:41
Til hamingju með afmælið Leifi
Við óskum Leifa til hamingju með árin 36 (eða á maður að fara að hætta að telja!!!)
Kveðja Hrönn og Ásthildur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.2.2009 | 20:31
Ég er awesomeness!
Jahá! það er sko ekki hægt að segja neitt annað en að ég er AWESOMENESS!! allavega í dag ;) fyrir þá sem ekki vita er awesomeness svipað og einhver veiki, flensa, kvef, slappleiki eða þess háttar. Einkenni awesomeness er að maður veðrur óeðlilega duglegur. Ég hef greinilega nælt mér í þvílikt slæmt awesomeness því að ég var of dugleg í dag!
Byrjaði á að vakna hálf sjö til að skella mér í ræktina hálf átta. Púlaði þar til níu og fór svo uppí skóla að læra frönsku. Um ellefu leytið fór ég í stofukynningar! fyrir þá sem ekki vita hvað það þýðir þá labbaði ég í nánast allar stofurnar og auglýsti bæði leikfélagið og skóhlífadaganna. Í hádeginu var ég svo í skráningu á skóhlífadögnum. 13:20 fór ég í íslensku og svo eftir þann tíma tók ég frönskupróf. Beint eftir prófið skundaði ég í kringlunna og fór að vinna í Byggt og Búið til hálf sjö. Eftir það fór ég heim í breiðholt og eldaði súpu handa mér, Hrönn og Ásthildi. Síðan tók ég úr þvottavélinni og er núna í tíu mínútna pásu áður en ég fer að læra fyrir stærðfræðipróf.
Ef þetta er ekki dugnaður þá veit ég ekki hvað dugnaður er?!
- Viktoría
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.1.2009 | 10:45
jæja..er síðan að deyja út??
Sælar systur
Þar sem enginn hefur bloggað síðan ég bloggaði seinast þá ætla ég bara að blogga aftur!
Í gær fórum ég og Geiri á prjónanámskeið. Við erum bæði að prjóna trefil. Þegar ég spurði Geira fyrst hvort hann vildi koma með neitaði hann, en þegar hann frétti að það væri ókeypis bakkelsi frá Mosfellsbakarí þá var hann fljótur að skipta um skoðun .
Annars er ekkert mikið að gerast hjá mér...er bara í skólanum og gengur bara vel.
Það er hins vegar mikið í gangi hjá Geira, hann er að fara að taka þátt í Bítlasöngleik í FÁ, síðan fara tökur á stuttmyndinni Pleisinu að hefjast og svo er hann að fara á talsetningarnámskeið. Svo ætlar hann einnig að taka þátt í söngvakeppninni með 3 öðrum strákum. Nóg að gera hjá honum!
En ég fór í atvinnuviðtal um daginn á leikskólanum Marbakka sem er stutt frá Skólagerði í Kópavogi. Hún gat ekki lofað mér vinnu en líkurnar eru góðar. Ég fæ að vita meira í endan mars, byrjun apríl.
En meira er ekki í fréttum hjá mér .
Nú skora ég á ykkur hinar að blogga!
Kv. Gróa Rán
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.1.2009 | 09:12
Hæhæ
Halló allir
Af mér er bara allt fínt að frétta. Er byrjuð í skólanum og líst mjög vel á komandi önn, er í 23 einingum . Stefni að því að útskrifast jól 2009 en á eftir að athuga hvað ég á eftir af kjörsviði þannig að það kemur bara í ljós. Geiri fékk líka mjög fína stundartöflu.
Annars var ég að skella inn myndum af jól og áramótum hér á Bakka, endilega skoðið .
En ég hef svo sem voða lítið að segja meira, ekkert mikið búið að gerast hjá mér það sem af er árinu. Ég blogga bara aftur þegar einhvað spennó er búið að gerast hjá mér.
Kv. Gróa Rán
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.1.2009 | 08:36
!
Litla systir ykkar (nema þín Gróa ég verð ávallt STÓRA systir þín :) tókst í gær að lífga upp LEIKFÉLAG BORGARHOLTSSKÓLA ÍSLANDS! sem hefur verið í dái í þrjú ár. Frá því að ég byrjaði í menntaskóla hefur verið minn draumur að starfa í leikfélagi og þegar ég varð óvart formaður þessa önn ákvað ég að láta þann draum RÆTAST!
Langaði bara að deila þessum fréttum með ykkur :)
- Viktoría Formaður Leikfélags Borgarholtsskóla Íslands!
p.s. er ég eina sem blogga hér eða? ;P
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.1.2009 | 01:27
2009?
Það helsta sem er á döfinni núna hjá mér í jan - feb er þetta:
- skólinn að byrja aftur.. vúhú! er með ostagötótta stundatöflu (er í fimm götum! =/ plús þá get ég sofið út til ellefu á mánudögum! og til tíu á þriðjudögum og fimmtudögum :D )
- ég er enn að vinna í byggt&búið (partý á fimmtudögum milli sex og níu B&B Kringlunni - skilyrði að versla sér hlut(i) minnsta lagi að verðmæti 5000)
- Ég er orðin formaður leikfélagsins í Borgó! það var víst leikfélag fyrir minn tíma og frá því ég byrjaði í borgó hefur verið orðrómur um að rífa upp leikfélagið. Þegar fyrrverandi formaður okkar (agnes nokkur wild) útskrifaðist úr borgó og ég varð óvart formaður þá ákvað ég sanna þessa orðróma og lífga leikfélagið upp frá dauðum!
Sá draumur fer að verða að veruleika því ég er mjög líklega næstum því pottþétt komin með leikstjóra!
- Ég er einnig að taka þátt í leikriti sem LM setur upp í Bæjarleikhúsinu :) Mun auglýsa það betur nánar. (hint: takið frá helgina 24-25 því þá verða sýningar - hentar fyrir alla leikhúsvæna aldurshópa)
- Ég verð líka bráðum aðstoðarþjálfari á Dale Carnegie. Námskeiðið sem ég aðstoðaþjálfa á byrjar 14. jan og ég er orðin alltof spennt til að byrja.
Svo á ég víst líka fjölskyldu og vini og ég reyni að skipta mínum litla frítíma jafnt á milli þeirra.
Eins og staðan er núna virðist 2009 ætla verða geðveikt ár og hlakka ég til að takast á við öll þau verkefni sem bíða mín :D
- Viktoría
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)